top of page
Professional Mountain Bikers

Hver er ég?
 

Grétar Örn Guðmundsson

Er 26.ára fjallahjólari sem lifir fyrir sportið og samfélagið í kringum það. Grétar tók hjólreiðum þó ekki alvarlega fyrir en árið 2021. Eftir langa pásu síðan 2013 þá kveiknaði áhuginn til muna og hafa síðustu ár einkennst af stanslausum hjólaæfingum, keppnum, hjólaferðum erlendis í betri hjólasvæði evrópu og þar kynnst atvinnumönnum í sportinu og fengið mikla visku. Allt þetta hefur gefið mér gríðarlega mikla reynslu og innsýn í hvernig þú getur tekið hjólatæknina þína á nýtt "level" ár eftir ár.

 

Grétar tók þátt í sinni fyrstu keppni árið 2022 með samsvarandi árangri aftast í pakkanum. Hann hefur núna náð tíu sinnum á topp 3 verðlaunapall í enduro og fjallabruni og er bikarmeistari í fjallabruni árið 2025.

 

Þetta hefur tekið mikla vinnu og tíma en hann myndi ekki vilja skipta því fyrir neitt annað. Á hjólinu líður honum eins lifandi og hægt er. Það sem stendur þó alltaf uppúr á endanum eru óteljandi vinir og sambönd um allann heim, samnefnarinn er jú ástríða fyrir fjallahjólum.

DSC043889x16_edited.jpg

"Ég stofnaði Gredzzki MTB Þjálfun þegar ég áttaði mig á því að mjög fáir valkostir voru í boði fyrir sem vildu sækja sér gæða fjallahjólaþjálfun sem er einstaklingsmiðuð og sniðin að getu hvers og eins"

Hafðu samband!

Reykjavík, Iceland
Sími: +354 8488126
info@gredzzkimtb.com

  • Facebook
  • Twitter
  • Instagram
  • YouTube

© 2025 by GredzzkiMTB. All rights reserved.

bottom of page